lestrarþjálfun fyrir 1.-6. bekk

GENGUR LESTRARNÁMIÐ HÆGT EÐA ILLA?

Hvers vegna að bíða lengur þegar þú getur byrjað strax að laga það sem orsakar lestrarvanda hjá 75% nemenda?

Sonur minn er 8 ára og ég vildi prófa Lesum hraðar því hann var hægur í lestri.  Nýlega vorum við í foreldraviðtali og sonur okkar hefur bætt sig um 51 atkvæði frá síðustu mælingu! Kennarinn var alveg strórhrifinn :-)

Sigurbjörg Ágústsdóttir

Sýnir barnið þitt þessi einkenni þegar það les?

Saklaus einkenni geta verið merki um djúpstæðari vanda sem taka þarf á

Ruglast barnið á stöfum?

Stafaruglingur er algengur og getur verið þrálátur og erfiður viðureignar.  Stafaruglingur dregur úr úthaldi og hægir á framförum.

Lesum hraðar þjálfunin leysir úr stafaruglingi svo barnið þitt getur komist á næsta stig lestrarins og notið þess að læra að lesa.

Les barnið algeng orð vitlaust eða giskar?

Margir nemendur ná ekki þeim sjónræna orðaforða sem þarf svo lesturinn flæði betur.  Þessi hópur stólar á stafatengingu (hljóðalestur) og dregst því fljótlega aftur úr þegar kemur að lestrarviðmiðum skólans.

Með vísindalegum hætti eykur Lesum hraðar sjónræna orðaforðann hratt, sem auðveldar nemandanum að þekkja algeng hugtök á sekúndubroti í stað þess að hika og þurfa að brjóta heilann til að lesa orðið.

Þreytist barnið fljótt við lestur, eða pirrast?

Lestrarvandi útheimtir mikla orku sem bitnar á athygli og úthaldi nemandans.  Barn sem glímir við lestrarvanda uppsker oft lítið þrátt fyrir að viljinn sé fyrir hendi.  Með tímanum gera tilfinningasveiflur gjarnan vart við sig, s.s. pirringur, uppgjöf og mótþrói.

Þegar sjónræni orðaforðinn stækkar þarf nemandinn ekki að eyða orku í að lesturinn og getur því notið þess að lesa skemmtilegt efni bæði hraðar og lengur.

Vissir þú að erfiðleikar við upphaf lestrarnáms geta leitt til varanlegra lestrarörðugleika og almennra námsörðugleika?

Það er mjög mikilvægt að grípa sem fyrst inn í þá óheillaþróun sem lestrarörðugleikar geta verið.  Rannsóknir sýna að börn sem lenda í vanda með lestur geta átt í varanlegum lestrarörðugleikum út ævina (Snowling, Bishop og Stothard, 2000).

65-70% nemenda sem ströggla í lestri lenda í námsörðugleikum síðar

VISSIR ÞÚ að 65-75% barna sem gengur lestrarnámið treglega lenda í námserfiðleikum síðar, samanborið við aðeins 5-10% barna sem gengur vel að lesa?  Rannsóknir sýna einnig að ekkert skiptir eins miklu máli í tengslum við lestrarvanda og snemmbært inngrip.  Með því að bíða og sjá til hvort barnið þitt rétti úr kútnum ertu að taka mikla áhættu - á kostnað barnsins.

Rannsókn Badian, 1988; Scarborough, 1998

Lesum hraðar þjálfunin er einföld í notkun, krefst ekki bóka og tekur minna en 5 mínútur á dag!

Sérhannað þjálfunarnámskeið fyrir nemendur í 1.-6. bekk sem eiga erfitt uppdráttar í lestri, hafa lítið úthald eða lesa hægt.

Lesum hraðar námskeiðið eykur hvorki álag né lestrartíma heima

Lesum hraðar æfingarnar bæta flæðið í lestrinum með einföldum æfingum sem taka bara 5 mínútur á dag - og krefjast ekki bóka.  Lestrarþjálfunin styður við heimalesturinn með því að styrkja nemandann í undirstöðuþáttum lestrartækninnar sem hann annars fær litla þjálfun í.

Heimalesturinn leysir sjaldnast vandann

Heimalesturinn er vissulega lykilþáttur í lestrarnáminu, en þegar vandamál eru annars vegar er alls ekki sjálfgefið að þau hverfi sjálfkrafa með góðri ástundun og reglulegum heimalestri.

Veikleikar heimalesturs

  • Heimalestur er í eðli sínu ómarkviss nálgun á lestrarvanda
  • Nemandinn fær ekki hjálp sem hann þarf, foreldra skortir þekkingu
  • Barnið festist í hljóðun og hægum lestri
  • Heimalestur er tímafrekur og þ.a.l. lýjandi nálgun fyrir nemanda sem strögglar

Lesum hraðar þjálfar viðbragð nemandans og styrkir þannig sjálfvirka umskráningu bókstafa og lestexta.

Lesum hraðar (3-5 mín)

  • Markviss viðbragðsþjálfun 
  • Brestir koma í ljós og eru lagaðir
  • Sjálfvirk upprifjun eykur árangur, nemandinn lærir hraðar
  • Æfingarnar taka stuttan tíma, auðveldara að halda athygli
  • Hugtök með háa birtingartíðni eru æfð markvisst og festast í sjónminni

Niðurstaða:

Um 75% vandamála í lestri má rekja til lítils nefnuhraða (skv. lesvefnum).  Nefnuhraði segir til um hve lengi það tekur nemandann að nefni bókstaf eða hugtak -  bera kennsl á það.

Sonur minn hefur aldrei tekið eins miklum framförum milli lestrarprófa!

Foreldri um árangur barnsins síns eftir námskeiðið

Dóttir mín var að byrja í 3. bekk, og lesturinn gekk mjög hægt og áhuginn samkvæmt því. Hún var sjálf farin að finna fyrir því að hún væri á eftir hinum krökkunum.

Ég vildi að ég hefði byrjað á þessu fyrr.  Við erum búnar að vera að vera með í 3 mánuði og dóttir mín hefur tekið alveg gríðarlegum framförum.

Hún er miklu öruggari núna og í fyrsta skiptið núna fyrir stuttu kom hún heim og sagði mér frá bók sem hún er að lesa í yndislestri í skólanum, þá er hún ein að lesa í hljóði!  Mér fannst það rosa stórt skref️ Hún er orðin miklu áhugasamari um lesturinn og er farin að njóta þess að lesa 😊

Vala Ólöf Jónasdóttir - Foreldri "Lesum hraðar" nemanda

Sonur minn er 8 ára og ég vildi prófa Lesum hraðar því hann var hægur í lestri. Nýlega vorum við í foreldraviðtali og sonur okkar hefur bætt sig um 51 atkvæði frá síðustu mælingu! Kennarinn var alveg strórhrifinn :-)

Sigurbjörg Ágústsdóttir // Foreldri

Barnið þitt þarf ekki að vera lesblint til að ná árangri með Lesum hraðar.  Námskeiðið er hannað af Kolbeini Sigurjónssyni lesblinduráðgjafa hjá Betra nám.  Æfingarnar taka bara 5 mínútur á dag og henta því vel samhliða hefðbundnum heimalestri.

LESUM HRAÐAR VIÐBRAGÐSÞJÁLFUNIN LÉTTIR LESTURINN OG BÆTIR FLÆÐIÐ!

1

1.-6. BEKKUR

Barnið byggir upp lestrartæknina þegar mest liggur við.

2

ENGIN BÓK!

Æfingarnar eru í snjallsíma eða spjaldtölvu og henta vel samhliða heimalestri.

3

BARA 5 MÍN!

Mörg börn hafa lítið úthald.  Æfingarnar taka því bara nokkrar mínútur á dag.

Þjálfun byggð á vísindalegum grunni

#1: Við byggjum upp sterkan grunn


Lesum hraðar bætir lestrarviðbragðið með markvissum æfingum sem taka minna en 5 mínútur á dag.  Við æfum - og mælum - viðbragð nemandans bætum þannig flæðið og sjálfvirknina í lestrinum.

#2: Við eyðum óvissu og hámörkum minnið


Rót lestrarvanda liggur oft í óvissu barnsins við að bera kennsl á bókstafi og hugtök.  Við gefum nemandanum tíma til að eyða þessari óvissu og öðlast þannig meira öryggi og sjálfstraust.

#3: Nemandinn sér árangurinn strax


Nemandinn fær sjónræna endurgjöf eftir hverja umferð og sér því vel hvað þarf að æfa betur.  Betra viðbragð eykur sjálfstraust og skilar sér í léttari og liprari lestri.

Æfingar hafa gengið vel, hann er áhugasamur og vinnur hratt og örugglega. Mér finnst uppsetningin sniðug og hann ætti að ná að virkja minnið og þar af leiðandi leshraðann.

Á dögunum tók hann þátt í Stóru upplestrarkepninni, sem hefði í raun verið óhugsandi miðað við hvernig málin voru stödd á sínum tíma.  

Hann sigraði keppnina bæði í sínum skóla og svo í Skagafirði.  Mér finnst að þetta gefi mynd að því hvað er hægt að áorka ef maður hefur góða aðstoð!

Garðar P. Jónsson Faðir


Ég vil byrja á því að þakka fyrir góð námskeið, Lesum hraðar og Reiknum hraðar sem sonur minn hefur verið að nota.  Ég þakka kærlega fyrir okkur bæði og mæli hiklaust með þessum námskeiðum, þau gerðu kraftaverk.

Guðrún Lára Móðir


Bættu lesturinn - án þess að lengja lestrartímann

Þú flytur bara 5 mínútur af heimalestrinum yfir í Lesum hraðar!

Með Lesum hraðar bætir þú markvissum tækniæfingum sem barnið vantar inn í lestrarnámið, án þess að auka álagið!

Lesum hraðar æfingarnar taka bara 3-5 mínútur á dag og henta því vel samhliða hefðbundnum heimalestri.

5 mínútur á dag styrkja færni sem annars verður út undan!

LESUM HRAÐAR STYRKIR STOÐIRNAR SEM HEIMALESTURINN BYGGIR Á

  • Hvert æfingaborð tekur innan við eina mínútu.  Barnið þitt getur því gert 5-10 umferðir daglega sem auka snerpu og nefnuhraða án þess að þreytast.
  • Sérvalin hugtök með háa birtingartíðni í texta.  Með því að endurtaka sama borðið styrkist sjónminnið og barnið þarf síður að hugsa eða brjóta heilann um hugtakið.  Þetta léttir á huganum og eykur lestrarhraðann.
  • Æfingar námskeiðsins taka á mikilvægustu þáttum lestrartækninnar.  Með því að æfa hvern þátt afmarkað - en ekki í belg og biðu eins og gerist í venjulegum heimalestri - næst meiri árangur á skemmri tíma.
  • Markviss endurgjöf í stað margra mánaða óvissu.  Lesum hraðar mælir viðbragðstíma barnsins og veitir myndræna endurgjöf í lok hverrar umferðar.  Barnið sér því daglegar framfarir svart á hvítu.

Þannig virkar Lesum hraðar

Vandamál í lestri má oft rekja til óvissu eða ruglings.  Óvissu sem orsakar hik og heilabrot sem nemandinn reynir oft að losna undan með því að giska.  Lesum hraðar þjálfunin auðveldar okkur að finna brestina í lestrinum - og laga þá.  Markviss endurtekning bætir viðbragð nemandans og styrkir sjálfvirknina í lestrinum svo umskráningin verður liprari.  Betra flæði skilar sér inn í hefðbundinn heimalestur nemandans.

STAFAÞJÁLFUN ÚTILOKAR STAFARUGLING

Lesum hraðar þjálfunin tekur markvisst á stafaruglingi.  Við finnum bókstafi sem trufla lesturinn, og eyðum óvissunni sem umlykur þá.

SJÓNRÆNN ORÐFAFORÐI EFLIR NEFNUHRAÐA

Námskeiðið byggir á snerpuæfingum og þannig er nefnuhraði aukinn markvisst.  Sérstakur orðabanki fylgir æfingunum, orð með háa birtingartíðni í texta eru æfð sérstaklega til að auka sjónrænan orðaforða barnsins.

LESFIMI BÆTIR FLÆÐIÐ

Nemandinn getur valilð brot úr vinsælum barnabókum til að þjálfa lestur samfellds texta.  Hér þjálfast barnið í því að nota jaðarsjónina til að öðlast tilfinningu fyrir "næsta" orði í setningunni.  Hraðinn er birtur í rauntíma og árangurinn sést svart á hvítu þegar textinn er lesinn aftur.

FLÆÐIÐ LÉTTIR LESTURINN

Hér þjálfast augnhreyfingar og flæði þar sem lesandinn les kafla úr vinsælum bókum á stighækkandi hraða. Þessar æfingar flétta saman öllu sem á undan er komið og vekja auk þess áhuga barnsins á viðkomandi bók.

ENDURGJÖF EYKUR ÁRANGUR

Rannsóknir sýna að endurgjöf skiptir gríðarlegu máli.  Hver æfingaumferð er stutt og í lok hennar birtist mælir sem sýnir hraða og viðbragð svart á hvítu.  Þetta auðveldar bæði foreldri og barni að sjá hversu oft þarf að æfa hvert borð áður en haldið er áfram.

Umsagnir foreldra

Vinsælir höfundar eru með okkur í liði

Lesæfingar ganga betur ef þær eru skemmtilegar!  
Lesum hraðar byggir að hluta til á efni frá vinsælum höfundum sem við erum svo lukkuleg að eiga í gæfuríku samstarfi við.

Börn sem fara hægt af stað í lestri eða glíma við lestrarörðugleika eiga á hættu að geta ekki lesið sér til skemmtunar, hvað þá gagns.  Því leituðum við til vinsælla höfunda og útgefenda þeirra um að leggja okkur til efni úr frábærum, vönduðum bókum.

Flestar bækurnar tilheyra bókaflokkum því það auðveldar okkur að velja næstu bók!  Markmið okkar er að vekja áhuga barnsins svo það geti haldið lestrinum áfram í bókinni sjálfri!

Lesum hraðar námskeiðið var mjög góð innspýting í lesturinn. Strákurinn minn hafði aldrei tekið eins miklum framförum milli lestrarprófa. Hann var miklu viljugri til þess að lesa smá í símanum hjá mér heldur en að taka upp bók. Árangurinn var áþreifanlegur eftir Lesum hraðar námskeiðið!

Sigrún Bjarnadóttir Móðir

30 daga
100%
ábyrgð

30 DAGA ENDURGREIÐSLUÁBYRGÐ

Engin áhætta - 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu.  Engin lágmarkstími á áskrift, þú segir upp þegar þér hentar á þínu heimasvæði.

SKRÁNING

Heill mánuður af daglegum æfingum ásamt persónulegum stuðningi og kaupaukum fyrir lítið meira en einn stakur einkatími myndi kosta - og 100% ábyrgð að auki!

30 Daga endurgreiðsluábyrgð

Allt sem þú þarft að vita um skilmálana

* 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu.  Engin áskriftarbinding, þú segir upp á þínu heimasvæði.

Ef um áskrift er að ræða þá endurnýjast hún sjálfkrafa á 30 daga fresti þar til sagt er upp á heimasvæði notanda.  Notkunartími hvers og eins veltur á stöðu og aldri nemandans.  Notandi ber ábyrgð á að segja upp áskrift.  Ef lokun er tilkynnt með tölvupósti skal áskrifandi fylgjast með að staðfesting um afgreiðslu lokunar berist.
Lestu nánar um skilmálana hér.

>